Á upplýsingaveitu eru birt tilboð um fræðslu og námskeið sem sérstaklega eru ætluð kennurum, skólastjórnendum og ráðgjöfum í leik-, grunn- og framhaldsskóla auk tónlistarskóla.
Markmið upplýsingaveitunnar er tvíþætt: að miðla og að veita yfirsýn. Vonast er til að sem flest fræðslutilboð sem ætlað er að styrkja umræddar starfsstéttir faglega og stuðla þannig að starfsþróun þeirra verði birt á upplýsingaveitunni. Með því móti verða þau aðgengileg fyrir væntanlega þátttakendur en færir einnig fræðsluaðilum og öðrum mikilvægar upplýsingar um hvað er í boði og á hvaða sviðum skortir framboð. Auðvelt er að leita í upplýsingaveitunni og eru fræðslutilboðin sérstaklega merkt útfrá skólastigum, skólagerðum, viðfangsefnum og formi kennslunnar.
Ef vel tekst til verður upplýsingaveitan fastur viðkomustaður skólafólks í nánustu framtíð. Fræðsluaðilar munu setja þar inn efni endurgjaldslaust. Til að byrja með verða það háskólarnir sem mennta kennara sem setja inn efni en öðrum gefst kostur á að bætast í hópinn á næstunni. Áhugasamir hafi samband.
Ritnefnd upplýsingaveitunnar er valin af Fagráði um símenntun og starfsþróun kennara og í henni eru: Björg Pétursdóttir mennta- og menningarmálaráðuneyti, Edda Kjartansdóttir Háskóla Íslands – menntavísindasviði, Guðbjörg Ragnarsdóttir Kennarasambandi Íslands og Klara E. Finnbogadóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fræðsluaðilar sem fá aðgang að upplýsingaveitunni til að setja þar inn efni undirrita SAMNING.
>> Athugasemdir og spurningar varðandi upplýsingaveituna sendist Sólrúnu Harðardóttur, solrun@namsmat.is.
Fræðsluaðilar sem hafa fengið aðgang að upplýsingaveitunni til að setja þar inn efni:
- Endurmenntun Háskóla Íslands
- Menntavísindasvið Háskóla Íslands
- Listaháskóli Íslands: Listkennsludeild
- Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri
- Háskólinn á Bifröst
- Kramhúsið
- Klappir ehf
- 3f, félag um upplýsingatækni og menntun
- Guðríður Adda Ragnarsdóttir
- Raddlist ehf
- Iðan fræðslusetur