Ný skýrsla sem tengist starfsþróun í framhaldsskólum

Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda hefur látið vinna skýrslu um faglegar kröfur til framhaldsskólakennara, náms- og starfsráðgjafa og skólastjórnenda og breytingar á starfsumhverfi þeirra á framhaldsskólastiginu. Þessari vinnu er ætlað að byggja undir tillögur samstarfsráðsins um þann stuðning eða stoðkerfi sem byggja þarf upp svo starfsþróun fagstétta í skólakerfinu sé í takt við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Skýrslur um starfsþróun á grunnskólastigi og í tónlistarskólum eru væntanlegar.

SKÝRSLAN:  Faglegar kröfur til framhaldsskólakennara, náms- og starfsráðgjafa og skólastjórnenda og breytingar á starfsumhverfi þeirra.