Námsleyfasjóður kennara og stjórnenda grunnskóla

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2016–2017. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2015.

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun verði sett í forgang nám sem tengist:

  • hagnýtu læsi og lesskilningi í öllum námsgreinum
  • jafnrétti og lýðræði

Allt að 1/3 námsleyfa verður úthlutað vegna þessa.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Námsleyfasjóðs. Umsækjendur þurfa að sækja um á rafrænu formi sem þar er að finna. FARA Á SÍÐUNA.