Hlutverk samstarfsráðs

Hlutverk samstarfsráðs um starfsþróun kennara og skólastjórnenda eru eftirfarandi:

• Að vera vettvangur fyrir samstarf og samráð aðila um starfsþróun kennara, skólastjórnenda og annarra fagstétta leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla.

• Að kynna fyrir skólasamfélaginu skýrslu fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara sem afhent var menntamálaráðherra 10. mars 2016.

• Að setja fram tillögur að útfærslu á fram komnum niðurstöðum fagráðsins og kynna þær fyrir aðilum samstarfsráðsins og menntamálaráðherra.

• Að greina þarfir kennara og skólastjórnenda fyrir starfsþróun og gæta að gæðum starfsþróunar.

• Að hafa yfirsýn yfir þróun og stefnumótun í starfsþróun, afla upplýsinga um hana, leiða umræðu og miðla til skólasamfélagsins.

• Að vera menntayfirvöldum og öðrum aðilum til ráðgjafar um málefni er varða starfsþróun.

Á vegum fagráðs starfar stýrihópur, einnig geta vinnuhópar unnið að ákveðnum málefnum.

Ráðuneytið styður við starfsemi samstarfsráðsins samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Ráðið getur tengst sambærilegum aðilum erlendis sem vinna að svipuðum málefnum.