Fyrirlestur Kari Smith um vettvangsnám

skólakrakkar
Opinn fundur um vettvangsnám í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum verður haldinn þriðjudaginn 3. nóvember, 2015 kl. 15.30-17 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð nánar tiltekið í Bratta. Að fundinum standa Háskóli Íslands, Kennarasamband Íslands og Háskólinn á Akureyri.
Fyrirlesari verður Kari Smith, prófessor við kennaradeild Háskólans í Bergen og kennaradeild Háskólans í Þrándheimi og gistiprófessor við Menntavísindasvið HÍ.
Fundurinn verður sendur út á netinu. Slóðin verður birt á ki.is og #vettvangsnam
Aðstandendur