FUNDUR: Um hlutverk, ábyrgð og skyldur

Gerðuberg

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stendur fyrir opnum fundi mánudaginn 31. ágúst 2015 kl. 10.00-14.00 í Gerðubergi, Reykjavík, um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum. Aðilar fagráðs eru menntamálaráðuneyti, háskólar sem mennta kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands.

Fulltrúar aðila munu greina frá sinni sýn og fyrir munu liggja skrifleg svör þeirra við ákveðnum spurningum frá stýrihópi fagráðs um hlutverk, ábyrgð og skyldur. Svörin má nálgast HÉR.

Markmið fundarins er að skapa umræðu um þetta og lagt verður upp með eftirfarandi spurningar:

  • Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs samstíga? Á hvaða sviðum eru aðilar fagráðs ósammála?
    o   Hvernig nýtum við okkur þá vitneskju?
    o   Hvernig má leysa ágreiningsefni? 
  • Virðast einhver málefni í lausu lofti og ekki á ábyrgð neinna? Hver?
  • Hvaða breytingar viljum við sjá á starfsþróun kennara? 

Þess er vænst að umræður á þessum fundi geti orðið mikilvægt framlag til stefnumótunarvinnu fagráðsins um starfsþróun kennarastéttarinnar.

Fundinum verður streymt og hægt verður að vera í sambandi í gegnum twitter #starfsthrounkennara3108 með innlegg og spurningar.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um málefnið, en fólk er vinsamlega beðið að skrá sig á eftirfarandi slóð eigi síðar en 26. ágúst: http://menntavisindastofnun.hi.is/opinn_fundur_3108_2015_starfsthroun_kennara.

Nánari upplýsingar veitir Sólrún Harðardóttir starfsmaður fagráðsins – solrun.hardardottir@mms.is

Aðgangur er ókeypis.

 

SKRÁNING

FUNDUR Í BEINNI