Forsaga

>> Nefnd um endurskipulagningu endurmenntunar kennara 2009-2010

Í mars 2009 skipaði menntamálaráðherra nefnd sem ætlað var að fjalla um mögulega endurskipulagningu á endurmenntun kennara í ljósi nýrra laga og væntanlegra breytinga á skipulagi kennaramenntunar. Nefndin skyldi huga að samfellu í skólastarfi þar sem eitt skólastig tekur við af öðru, nánari tengingu endurmenntunartilboða við almenna kennaramenntun og möguleikum kennara á að sækja endurmenntun á fagsviði. Nefndinni var ætlað að koma með tillögur að heildstæðri útfærslu á endurmenntun sem nýtist kennurum á öllum skólastigum.

Nefndin setti meginniðurstöður sínar fram á fjórum eftirfarandi aðgreindum sviðum:

 • Þarfagreining og stefnumótun
 • Viðhorf og verklag
 • Skipulag og framkvæmd
 • Símenntun þvert á skólastig.

Nefndin lauk störfum og skilaði skýrslu í desember 2010. Skoða skýrslu.

>> Vinnuhópur 2011

Í kjölfar útgáfu Skýrslu nefndar um endurskipulagningu endurmenntunar kennara var stofnaður vinnuhópur til að gera tillögur að því hvaða skref þyrfti að taka til að hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem í skýrslunni birtust.

Vinnuhópurinn ræddi m.a. eftirfarandi atriði:

• viljayfirlýsingu
• tilhögun formlegs samstarfsvettvangs/samstarfsnefndar
• skilgreiningu hugtaksins símenntun/starfsþróun

Vinnuhópurinn lagði til að ákveðin verkefni væru sett í forgang, s.s. kortlagning á framboði símenntunar, skilgreining hugtakanna símenntun og starfsþróun, stefnumótun til að gera kennurum kleift að sækja sameiginleg námskeið óháð skólastigum og upplýsingaveita á netinu um möguleika kennara til símenntunar.

Vinnuhópurinn undirritaði viljayfirlýsingu 30. júní 2011 um að setja á fót samstarfsnefnd. Þar í voru skilgreindir verkþættir. Lesa yfirlýsingu.

 >> Samstarfsnefnd um símenntun 2011-2012

Samstarfsnefndin var kölluð saman á fund 11. ágúst 2011. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu þá með sér samkomulag eða sérstaka viljayfirlýsingu um samstarf á sviði símenntunar. Stofnuð var formlega samstarfsnefnd þessara aðila með það að markmiði að vinna að verkefnum á sviði símenntunar og starfsþróunar kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Helstu verkefnin voru þessi:

 • Að samræma og flokka upplýsingar um símenntunartilboð fyrir kennara og koma á laggirnar upplýsingaveitu um framboð símenntunar fyrir kennara.
 • Að setja fram sameiginlegan skilning aðila á því hvað felst í símenntun/starfsþróun kennara og vinna að því að auðvelda kennurum á mismunandi skólastigum að sækja sömu símenntun/starfsþróun, að sækja sameiginleg námskeið, ráðstefnur og þróunarverkefni
 • Vinna við að greiða leið kennara til að nýta sér námsframboð háskólanna samhliða vinnu.
 • Að ræða þróun samræmdra aðferða við skráningu starfsþróunar

Samstarfsnefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að fagráð yrði stofnað. Tillaga um stofnun fagráðs.

Hér má lesa skýrslu samstarfsnefndarinnar í heild.

>> Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara 2013-2016 

Fagráð um starfsþróun kennara var sett á fót haustið 2012. Stofnun þess kemur í kjölfar vinnu samstarfsnefndar um símenntun kennara sem hóf störf sumarið 2011. Markmið fagráðsins var að vinna að verkefnum á sviði símenntunar og starfsþróunar kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

SKÝRSLA fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara til mennta- og menningarmálaráðherra

Fylgiskjöl:
Athugið: Fylgiskjöl 1-4 eru saman í einu skjali. Skýrslur og greinargerðir eru meðal fylgiskjala.

 1. Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara
 2. Fulltrúar í fagráðinu og aðilar sem tilnefna þá
 3. Forsagan
 4. Vinna fagráðs og viðburðir á vegum þess
 5. Greinargerð vinnuhóps um Future Teachers, mars 2015. Aðalheiður Steingrímsdóttir, Björg Pétursdóttir, Guðmundur Engilbertsson, Klara E. Finnbogadóttir og Sólrún Harðardóttir.
 6. Starfsþróun kennara – Greining á sjóðaumhverfi, desember 2014. Sigrún Vésteinsdóttir. Rannsókna- og þróunarmiðstöð HA. Sjá einnig frétt.
 7. Greinargerð vinnuhóps um fjármál og sjóði, 2015. Aðalheiður Steingrímsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Klara E. Finnbogadóttir og Sólrún Harðardóttir.
 8. Greinargerð vinnuhóps um þarfir fyrir starfsþróun, febrúar 2016. Sigurjón Mýrdal, Aðalheiður Steingrímsdóttir, Guðný Helga Gunnarsdóttir HÍ, Svanhildur M. Ólafsdóttir, Valgerður Freyja Ágústsdóttir Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sólrún Harðardóttir. Ragnar F. Ólafsson hjá Menntamálastofnun vann með hópnum í tengslum við TALIS rannsóknina.
 9. Greinargerð vinnuhóps um kennaramenntun og stoðkerfi + fylgiskjal 1 og 2, janúar 2016. Aðalheiður Steingrímsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Guðmundur Engilbertsson, Jón Torfi Jónasson, Kristín Valsdóttir, Sólrún Harðardóttir, Svanhildur María Ólafsdóttir og Þórður Kristjánsson.
 10. Fundargerð frá fundi um starfendarannsóknir
 11. Fundargerð frá fundi um nýliða í kennslu og starfstengda leiðsögn

>> Samstarfsráð um  starfsþróun kennara og skólastjórnenda 2016-2019

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda 31. ágúst 2016 til þriggja ára. Ráðinu er ætlað að fylgja eftir skýrslu fagráðs um starfsþróun kennara og skólastjórnenda frá 10. mars 2016 og vera menntayfirvöldum til ráðgjafar um málefni starfsþróunar.

Ráðuneytið styður við starfsemi samstarfsráðsins samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Ráðið getur tengst sambærilegum aðilum erlendis sem vinna að svipuðum málefnum.