Fagráðið hittir norræna nefnd

Á dögunum var haldinn fundur í Reykjavík í norrænni nefnd, sem sett var á laggirnar í framhaldi af ráðstefnunni Future Teachers – A Profession at Crossroads en hún var haldin var í ágúst 2014. Þetta var annar fundur nefndarinnar en henni er ætlað að vinna hratt og mun skila af sér í desember. Um er að ræða þrettán manna embættismannanefnd og er Sigurjón Mýrdal formaður. Björk Óttarsdóttir er annar fulltrúi Íslands í nefndinni. Viðfangsefni nefndarinnar eru m.a. tilhögun kennaramenntunar, gæði hennar, hæfni þeirra sem mennta kennara, fagmennska skólastjórnenda, samstarf háskóla við starfsvettvang og mismunandi leiðir inn í kennarastarfið.

Fulltrúum fagráðsins var boðið að hitta þessa ágætu nefnd í tengslum við fund hennar í Reykjavík. Sagt var frá fagráðinu á fundinum og síðan áttu sér stað samræður þar sem spurt var á báða bóga. Ljóst er að tilhögun er fjölbreytt á Norðurlöndunum og ekki endilega auðvelt að yfirfæra. Nefndinni þótti þessi samstarfsvettvangur sem fagráðið er mjög eftirtektarverður.

Áform eru um að vera í frekara sambandi við nefndina í framhaldi af þessum fundi. Æskilegt er að fylgjast vel með því hvað er að gerast á hinum Norðurlöndunum. Þrátt fyrir fjölbreytnina er þar ákveðinn jákvæður samhljómur.

norO

nor1 nor2 nor3b nor4

 SH